0

Ferðalagið hefst von bráðar,
vinsamlega sýnið biðlund.

Við mælum eindregið með því að
þú hafir kveikt á hljóðinu.

Ferðalagið hefst von bráðar,
vinsamlega sýnið biðlund.

Lykillinn að Blue Lagoon húðvörunum liggur á 2000 metra dýpi, við einstakar náttúrulegar aðstæður.

Skrunaðu niður til að hefja ferðalagiðnavigatedown

Þessi vefur nýtir sér tækni sem þitt tæki/þinn vafri ræður illa við. Við mælum með að skoða vefinn í öðru tæki/vafra fyrir fulla upplifun.

Þar dafna örverur sem búa yfir margvíslegum eiginleikum og lífskrafti. Vísindafólk Bláa Lónsins hefur um árabil einangrað þessa eiginleika.

Vegna þessa samspils náttúru og vísinda getur þú notið húðvara Bláa Lónsins heima hjá þér og fundið uppsprettu fegurðarinnar með okkur.

Kvikan ólgar

Á flekaskilum Evrópu og Ameríku verða til kraftar sem orka sterkt á umhverfið. Jarðsjór Bláa Lónsins verður til undir ungu og gljúpu hrauninu á Reykjanesi, þar sem sjór Atlantshafsins og grunnvatn mætast.

UPPSPRETTAN

Sjóðheitt bergið snögghitar jarðsjóinn, sem leitar upp á yfirborðið.

Á leið sinni upp tekur jarðsjórinn við gjöfum jarðar, náttúrulegum efnum sem virkjast í hitanum.

Einstakur jarðsjór

Jarðsjór Bláa Lónsins er einstakur á heimsvísu. Á leið sinni upp að yfirborðinu tekur hann með sér ýmis lífræn efni.

Þrjú efni hafa mest áhrif í virkni húðvaranna. Þetta eru kísill, þörungar og steinefni.

Þörungar Bláa Lónsins vinna gegn öldrun húðarinnar. Þeir draga úr niðurbroti á kollageni og örva náttúrulega nýmyndun á kollageni húðarinnar.

Kísillinn styrkir efsta varnarlag húðarinnar og auðveldar henni að verjast umhverfisáhrifum.

Kísill finnst í miklu magni í jarðsjó Bláa Lónsins og hefur fyrir margt löngu sannað gildi sitt í snyrti- og húðsjúkdómafræðum.

Jarðsjórinn er ríkur af söltum og lífsnauðsynlegum steinefnum sem eru eftirsóknaverð fyrir húðina.

Upp á yfirborðið

Jákvæð áhrif jarðsjávarins uppgötvuðust þegar einstaklingar með psoriasis hófu að baða sig í bláu lóni sem myndaðist í kjölfar orkuvinnslu í Svartsengi.

Síðar hófust skipulegar rannsóknir á virkninni og nú hefur hávísindalegt rannsókna- og þróunarsetur verið starfrækt við Bláa Lónið í 20 ár.

Náttúra og vísindi

Vísindafólk Bláa Lónsins, í samstarfi við innlenda og erlenda sérfræðinga, vinnur stöðugt að því að auka þekkingu okkar á jarðsjónum og virkum efnum hans.

Árangur

Prófessor Jean Krütmann er einn virtasti sérfræðingur heims á sviði rannsókna á öldrun húðarinnar. Undanfarna áratugi hefur hann unnið að rannsóknum fyrir mörg af þekktustu snyrtivörumerkjum heims.

Rannsóknir hans leiða í ljós að reglubundin notkun á Blue Lagoon húðvörum vinnur gegn öldrun húðarinnar.

Ferðalagið hófst í iðrum jarðar, fullt af fyrirheitum um áhrifamátt náttúrunnar.

Ferðalagið endar hjá þér og endurspeglast í endurnærðri og heilbrigðri húð.

Ljómandi árangur

Blue Lagoon húðvörulínan telur nú yfir 30 vörutegundir. Vörurnar byggja á einkaleyfum og eru afrakstur einstaks samspils náttúru og vísinda.

Vöruþróun og framleiðsla virku efnanna fer fram í Svartsengi með umhverfisvænum og sjálfbærum aðferðum.

Heima

Vonandi ert þú nokkurs vísari um uppruna og eðli húðlínunnar frá Bláa Lóninu.

Við hvetjum þig til að skrá þig á póstlista Blue Lagoon Skin Care til að fá bestu tilboðin, fréttir og fræðslu í hverjum mánuði. Um leið og þú skráir þig færðu 15% afsláttarkóða til að nýta við næstu kaup í vefverslun.

Takk fyrir skráninguna!
Við höfum nú sent þér tölvupóst á það netfang sem þú gafst upp og biðjum þig að staðfesta skráningu.

Skrá mig

Placeholder fyrir villuskilaboð

Kynntu þér vörurnar okkar nánar


cartVefverslunhomeSölustaðirflaskRannsóknir